Jólahlaðborð á Norðurlandi – Leiðarvísir

Jólahlaðborð á Norðurlandi – Leiðarvísir

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborð og jólamatseðlar sem veitingastaðir norðursins bjóða upp á hafa um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Við hjá Kaffinu höfum árlega tekið saman þau jólahlaðborð og matseðla sem eru í boði og nú er engin undantekning þar á. Á eftirfarandi stöðum finnur þú allar þær hátíðarkræsingar sem eru ómissandi yfir jólahátíðina.

Múlaberg á Hótel KEA

Múlaberg, veitingahús Hótel KEA, hefur um árabil boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð en í ár er það ekki að síðari endanum. Jólahlaðborðið er tilvalið fyrir fjölskyldur, vinahópa eða fyrirtæki til þess að gera sér glaða stund og njóta aðdraganda jólanna.
Jólahlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá og með 16.nóvember til 15.desember og aðrar dagsetningar í boði fyrir stærri hópa.

Nánari upplýsingar í síma 460-2020 – Fyrir matseðil og verð ýttu HÉR. 

Aurora restaurant

Veitingahús Icelandair hótels á Akureyri er með í jólahlaðborðsflórunni og býður upp á glæsilegt hlaðborð.
Hlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá 29. nóvember til 14. desember. Boðið verður upp á margrétta jóla brunchhlaðborð  1. 8. 15. 21. & 22. desember.
Frá kl. 11:30-14:00.

Nánari upplýsingar um matseðil og verð má nálgast hér.

Rauðka og Sigló Hótel

Á jólahlaðborðinu töfra kokkarnir fram kræsingar sem leika við bragðlaukana. Jólahlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá 15. nóvember til 14. desember.

Nánari upplýsingar hér.

Strikið

Veitingahúsið Strikið hefur sett sinn vinsæla brunch í jólabúning fram að jólum. „Bunch af brunch“ virkar þannig að þú pantar af matseðli eins mikið og þú getur í þig látið og fyrir aðeins hærri upphæð getur þú einnig drukkið eins mikið og þú vilt. Nánari upplýsingar í síma 462-7100 eða ýttu hér.

Rub23

Rub23 hefur síðustu ár boðið upp á jólamatseðil sem staðist hefur vel undir væntingum.
Jólamatseðillinn er í boði allar helgar frá og með 22.nóvember til jóla.
Matseðill og nánari upplýsingar í síma: 4622223 og á facebook.

Bautinn

Bautinn og Rub23 bjóða upp á jólahlaðborð og létta tóna á flugsafninu helgina 29. Og 30 nóv og 6 og 7 des. Kristján Edelstein og Þórhildur Örvarsdóttir syngja og spila á föstudagskvöldum en Andra Gylfadóttir syngur á laugardagskvöldum. Nánari upplýsingar á facebook hér eða í síma 4622223

Einnig býður Bautinn upp á jólahlaðborð hjá sér öll föstudags- og laugardagskvöld frá 22. nóvember. Nánari upplýsingar hér.

Bryggjan Restaurant

Bryggjan hefur ævinlega boðið upp á jólahlaðborð en býður nú upp á jólahlaðborð eingöngu fyrir hópa, bæði á staðnum sjálfum og ef fólk vill panta veitingarnar út úr húsi. Nánari upplýsingar má nálgast á facebook eða í síma 440-6600.

Greifinn

Greifinn býður upp á jólahlaðborð í veislusal sínum á 2. hæð Greifans fyrir hópa. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Eyrin restaurant

Eyrin er nýr veitingastaður í Menningarhúsinu Hofi sem byrjar með krafti og skellir sér með í jólahlaðborðsgírinn. Bæði verður boðið upp á jólahlaðborð að kvöldi og jólabrunch.Nánari upplýsingar um matseðil og dagsetningar má finna á facebook síðu þeirra hér.

Centrum Kitchen & Bar

Centrum er einnig nýlegur staður á Akureyri sem opnaði í sumar en hefur slegið í gegn meðal Akureyringa frá opnun. Centrum býður upp á sérstakan 5 rétta jólamatseðil en nánari upplýsingar má nálgast á facebooksíðu veitingastaðsins eða í síma 666-6078.

Verksmiðjan

Verksmiðjan opnaði nýverið á Glerártorgi og hefur verið vinsæll, þá sérstaklega fyrir lág verð. Verksmiðjan býður upp á jólahlaðborð þrjár helgar í nóvember og desember, 22.-23. nóvember, 29.-30. nóvember og 6.-7. desember. Nánari upplýsingar hér eða í síma 555-4055.

Verbúðin 66 í Hrísey

Verbúðinn 66, veitingahús í Hrísey, býður upp á jólahlaðborð helgarnar fyrir jól. Nánari upplýsingar um dagsetningar á matseðil má nálgast í síma 467-1166.

Sel – Hótel Mývatn

Boðið er upp á jólahlaðborð á Seli – Hóteli í Mývatnssveit þar sem Elvar Braga og Bylgja Steingríms spilar undir borðhaldi og fram á kvöld. Nánari upplýsingar um dagsetningar og matseðil má nálgast hér.

Fosshótel í Mývatnssveit og á Húsavík

Veitingastaðir Fosshótelanna bjóða upp á jólahlaðborð en nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu þeirra. Tekið er fram á vefsíðunni að uppselt sé á allar dagsetningar.

UMMÆLI

Sambíó