Jólaþáttur 10 bestu – Siggi Rún, Dabbi Rún og Pétur Guðjóns

Jólaþáttur 10 bestu – Siggi Rún, Dabbi Rún og Pétur Guðjóns

Siggi Rún, Dabbi Rún og Pétur Guðjóns eru gestir Ásgeirs Ólafssonar Lie í jólaþætti hlaðvarpsins 10 bestu sem er kominn út. Þú getur hlustað á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Siggi Rún, Dabbi Rún og Pétur Guðjóns komu og saman ræddu þeir við mig um jólin og allt hitt. Haukur Grettis var a sjó en með i anda. Það er alltaf svo gaman að fá þá í stúdíó. Hver veit mest um jólin i storskemmtilegri spurningakeppni, hvert var þeirra uppáhaldslag á árinu og mest spilað og hver er mesta jólabarnið? Jólin rædd á skemmtilegum nótum og við fengum að heyra gamlar klippur frá tímum Frostrásarinnar. Pétur skúbbaði svo einhverju sem ENGINN ætlar að missa af þegar af verður. Thu kemst i alvoru jolaskap eftir thennan thatt. Þar sem þeir geta ekki verið til friðs og allt fer í vaskinn þegar þeir eru teknir upp þá þarftu að spóla 15 sekúndur áður en þetta byrjar, þetta gat ekki gengið betur en það. Gleðileg jól kæri hlustandi og takk fyrir að hlusta á 10 bestu!“ segir Ásgeir Ólafsson.


UMMÆLI