Jólaþáttur 10 bestu

Jólaþáttur 10 bestu

Bestu vinirnir Dabbi Rún, Siggi Rún, Haukur Grettis og Pétur Guðjóns mættu og sungu inn jólin með Ásgeiri Ólafs í 10 bestu þessi jól. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

„Þar fengu að fjúka sögur af Frostrásinni, N3 og öllu hinu. Jólaminngarnar sem Haukur talaði um eiga eftir að sitja sem fastast i mér þegar ég rifja upp þennan þátt næstu misserin. Hver þeirra er mesta jólabarnið? Hver hlustar ekki á jólalög? Hver elskar ennþá Snjókorn falla og hverjum þykir Strumparnir sigla undir radarinn með of litla spilun hver ár?Þeir komu allir með sín uppáhaldsjólalög sem við fórum yfir ásamt ölllu hinu. Þessi þáttur er bara stuð sem kreistir fram jólaandann hjá hverjum hlustanda. Þeir hafa löngu sannað að þeir eru frábærir hver og einn en þá sérstaklega allir fjórir komnir saman.Takk fyrir að hlusta á 10 bestu árið 2021. Gleðileg jól og við heyrumst á nýju ári,“ segir Ásgeir um þáttinn.

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI