Prenthaus

Jólatónleikarnir eiga sviðið í Hofi á aðventunni

Jólatónleikarnir eiga sviðið í Hofi á aðventunni

Jólatónleikar eiga sviðið í Menningarhúsinu Hofi á aðventunni enda hluti af undirbúningu jóla hjá svo mörgum.

Söngkonan Jónína Björt Gunnarsdóttir ríður á vaðið föstudagskvöldið 2. desember með tónleikunum Jólaljós og lopasokkar. Um fyrstu jólatónleika Jónínu er að ræða en með sér hefur hún reynsluboltana Óskar Pétursson og Ívar Helgason. Kynnir verður hinn bráðskemmtilegi Vilhjálmur B. Bragason.

Kvöldið eftir, laugardagskvöldið 3. desember, er komið að stórsöngvaranum Valdimar Guðmundssyni, ásamt hljómsveit, til að halda stórtónleika í Hofi. Hljómsveitarstjóri er hinn geðekki Ómar Guðjónsson.

Sunnudaginn 4. desember vendum við okkar kvæði í kross og hleypum dansinum að þegar Steps Dancenter býður upp á sýninguna Kósý í desember. Dansarar frá tveggja ára aldri fylla sviðið í Hofi af dansgleði.

Helgina 9.-11.desember er komið að því sem margir hafa beðið eftir; árlegu jólatónleikunum, Heima um jólin. Friðrik Ómar og gestir halda fimm tónleika í Hofi frá föstudegi til sunnudags og búast má við stórkostlegri skemmtun í tali og tónum eins og honum einum er lagið.

Laugardaginn 17. desember ætlum við að kitla hláturstaugarnar með ógleymanlegri uppistandssýningu Ara Eldjárs: Áramótaskop. Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og því ekki slæmt að fá að kveðja gamla árið með hlátrasköllum með sjálfum Ara Eldjárn í Hofi.

Tónlistarkonan  Bríet mun halda hátíðlega kósýtónleika laugardagskvöldið 18. desember. Þar mun Bríet, ásamt kærastanum sínum Rubin Pollock og besta vini hans Þorleifi Gauki, skapa einstaka kósý og vinalega stemningu. Bríet ætlar að taka sín þekktustu lög og bæta svo við nokkrum ljúfum jólalögum.

Kóngurinn sjálfur, Bubbi Morthens, stígur á svið Hamraborgar miðvikudagskvöldið 21. desember með árlegum Þorláksmessutónleikum sínum. Bubbi mætir með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.

Miðasala á alla viðburðina fara fram á mak.is. Gleðilega aðventu!

UMMÆLI

Sambíó