Jólin á veitingastöðum Akureyrar 2022 – Jólahlaðborð og Jólamatseðlar

Jólin á veitingastöðum Akureyrar 2022 – Jólahlaðborð og Jólamatseðlar

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborð og jólamatseðlar sem veitingastaðir Akureyrar og nágrennis bjóða upp á hafa um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningi margra. Við hjá Kaffinu höfum árlega tekið saman þau jólahlaðborð og jólamatseðla sem eru í boði á svæðinu og nú er engin undantekning þar á.


Á eftirfarandi stöðum finnur þú allar þær hátíðarkræsingar sem eru ómissandi yfir jólahátíðina:

Aurora Restaurant

Veitingastaðurinn Aurora Restaurant er staðsettur á Akureyri-Berjaya Iceland Hotel.
Frá og með 18. nóvember verður hátíðlegur jólamatseðill í boði alla daga vikunnar. Matseðillinn er tilvalinn fyrir fjölskyldur, vinahópa eða fyrirtæki til að njóta í aðdraganda jólanna.
Auk þess heldur Jólabrunchinn sínu sniði og er í boði alla sunnudaga frá kl 12:00-14:00.

Borðabókanir og nánari upplýsingar má nálgast hér eða í síma 518-1000

Bautinn

Frá 18. nóvember verður í boði virkilega flottur jólamatseðill á Bautanum, allar helgar fram að jólum. Frekari upplýsingar má nálgast á facebook síðu Bautans og á Instagram.

Bryggjan

Býður upp á samsetta seðla með jólaívafi, 3. rétta, 5. rétta og 7. rétta seðla – frá og með föstudeginum 18. nóvember. Hægt er að fá vínpörun með öllum samsettu seðlunum. Sömuleiðis geta stærri hópar og fyrirtæki bókað í jólahlaðborð.
Hægt er að hafa samband á salur@bryggjan.is fyrir nánari upplýsingar

Centrum Kitchen&Bar

Centrum Kitchen & Bar býður upp á óhefðbundið jólahlaðborð frá og með 18.nóvember – sem hefur reynst mjög vinsælt. Með óhefðbundnu jólahlaðborð er átt við það að allir réttirnir koma á borðið á fati svo gestir geta fengið sér við borðið. Allar upplýsingar um jólamatseðillinn er að finna á heimasíðu Centrum hér.

Eyja Vínstofa

Eyja Vínstofa og Mysa Restaurant er nýlegur veitingastaður í Hafnarstræti. Eyja verður með jólahlaðborð á föstudögum og laugardögum frá 18. Nóvember til 10 desembers (fyrir utan laugardaginn 26. nóv, því þá verður 7+ rétta seðill þar sem Nanna Rögnvaldardóttir mun koma og halda viðburð -þar sem hún talar um erlend áhrif á íslenskar jólahefðir).

Allar nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu Eyju.

Garún Bistro í Hofi

Veitingastaðurinn og kaffihúsið Garún býður til jólaveislu föstudaga og laugardaga frá 25.nóvember til 17.desember með jólahlaðborði og ljúfum tónum frá Kristjáni Edelstein og Stefáni Ingólfssyni.
Nánari upplýsingar á facebook síðu Garúnar hér

Greifinn

Greifinn býður upp á sérsniðin jólahlaðborð fyrir hópa en hægt er að nálgast frekari upplýsingar um það hér. Á þorláksmessu verður svo skatan á sínum stað í hádeginu. Nánari upplýsingar og borðapantanir má nálgast á heimasíðu Greifans.

Ketilkaffi

Ketilkaffi er veitinga- og kaffihús í Listasafninu.
Jólaseðill Ketilkaffis í ár er hátíðlegur smurbrauðsplatti og er með svipuðu móti og í fyrra, en þá sló hann svo sannarlega í gegn. Í ár var ákveðið að bæta aðeins við, og er purusteik með púrtvínssósunni ný viðbót, ásamt vegan seðlinum. Annars eru þetta hátíðlegir íslenskir og danskir réttir í bland.

Ketilkaffi vill bjóða fólk velkomið í hátíðarstemningu og jólamat á góðu verði en jólaseðillinn er í boði alla daga til jóla. Matseðilinn má nálgast á heimasíðu Ketilkaffis hér.

Múlaberg á Hótel Kea

Jólahlaðborð: Múlaberg fer alla leið í jólaundirbúningnum og býður í jólahlaðborð öll föstudags- og laugardagskvöld frá 12.nóvember – 10.desember. Alls er boðið upp á hátt í 30 mismunandi rétti ásamt meðlæti sem gestir fá að njóta í notalegu og hátíðlegu umhverfi – svo allir ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Jólaóvissuferð: Öll sunnudags-fimmtudagskvöld er boðið upp á sex rétta jólaóvissuferð á Múlabergi fyrir þá sem vilja einstaka upplifun við borðið frekar en hlaðborð.

Jóla-Forréttaturn: Fyrir þá sem ekki vilja skuldbinda sig við stóra máltíð – þá eru allra vinsælustu Jólaforréttir Múlabergs í boði alla daga frá kl. 16:00 á sérstökum tveggja hæða jólaturni – sem tilvalinn er til að deila með góðum vinum og/eða vínglasi.  

Aðrir jólaviðburðir Múlabergs:
– Fjölskyldujólahlaðborð 11.desember
– Skötuhlaðborð í hádeginu á Þorláksmessu 23.desember

Nánari upplýsingar um jólin á Múlabergi og borðapantanir má nálgast á heimasíðu Múlabergs hér.

Rub23

Rub23 hefur síðustu ár boðið upp á framandi jólamatseðil sem staðist hefur vel undir væntingum. Jólamatseðillinn er í boði alla daga frá og með 17.nóvember til jóla. Matseðill og nánari upplýsingar í síma: 4622223 og á facebook síðu Rub23

Strikið

Veitingahúsið Strikið mun setja sinn vinsæla helgar brunch í jólabúning fram að jólum! Einnig er í boði fimm rétta jólamatseðill fyrir hópa sem eru 10+ manns.
„Bunch af Brunch“ virkar þannig að þú pantar af matseðli eins mikið og þú getur í þig látið frá 12:00 til 14:00. 
Nánari upplýsingar í síma: 462-7100 – Tölvupósti: strikid@strikid.is

Vantar einhvern á listann?
Sendu okkur skilaboð ef þú veist um fleiri jólaævintýri á veitingastöðum bæjarins! kaffid@kaffid.is

UMMÆLI