Jón Gnarr segist ætla að bjóða sig fram á AkureyriJón Gnarr með Eiríki Birni Björgvinssyni, fyrrum bæjarstjóra á Akureyri

Jón Gnarr segist ætla að bjóða sig fram á Akureyri

Skemmtikrafturinn Jón Gnarr sagðist vera að pæla í því að bjóða sig fram í bæjarstjórnarkosnungunum á Akureyri í vor. Jón greindi frá þessu í útvarpsþættinum Tvíhöfða sem hann sér um með Sigurjóni Kjartanssyni.

Jón Gnarr er búsettur á Akureyri um þessar mundir en hann leikur aðalhlutverk í sýningu leikfélagsins á Skugga-Sveini. Það er yfirleitt stutt í grínið hjá Jóni og því er ekki víst hvort einhver alvara sé á bakvið þessa hugmynd hans. Hann virðist þó vera með margar áhugaverðar hugmyndir um hvað sé hægt að gera í bænum.

Meðal kosningamála hans yrði að koma á fót sérstökum ísbjarnardýragarði, þá myndi hann vilja fá Costco til Akureyrar og breyta Akureyri í borg.

Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík árið 2009 og sat í eitt kjörtímabil. Hann bauð sig þá fram fyrir Besta flokkinn, flokk sem hann minntist einmitt fyrst á í útvarpsþætti Tvíhöfða.

Sambíó

UMMÆLI