Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn Leikfélags Akureyrar

Jón Gnarr verður Skugga-Sveinn Leikfélags Akureyrar

Stórleikarinn Jón Gnarr verður í hlutverki Skugga-Sveins í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu.

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, mun leikstýra Skugga-Svein. „Það er hreint út sagt stórkostlegt að fá náttúruaflið og listamanninn Jón Gnarr í hlutverk Skugga Sveins, eina frægustu persónu íslenskra leikbókmennta. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá LA og við getum ekki beðið eftir að hefja þetta ferðalag, kveikja í gömlum glæðum þessa verks og enduruppgötva það,“ segir Marta.

Leikritið Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið árið 1862. Áætluð frumsýning Leikfélags Akureyrar er um miðjan janúar 2022.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó