Jón Helgi Pétursson nýr framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf hf. hafa ráðið Jón Helga Pétursson sem framkvæmdastjóra félagsins. Jón Helgi, sem áður gegndi starfi forstöðumanns rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu, hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra félagsins til bráðabirgða frá því að Sigþór Jónsson lét af störfum í lok júní á þessu ári.

Jón Helgi hefur starfað í tæp 18 ár á innlendum fjármálamarkaði, þar af undanfarin 13 ár innan samstæðu Íslenskra verðbréfa hf., sem framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. 2005-2016 og sem forstöðumaður reksrarsviðs 2016-2017.

Jón Helgi er með MBA gráðu í stjórnun frá The University of Hull og B.Sc. gráðu í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri.  Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Sambíó

UMMÆLI