Origo Akureyri

Jón hlaupari er látinn

Blessuð sé minning Jóns hlaupara.

Blessuð sé minning Jóns hlaupara.

Jón Guðmundur Guðlaugsson, oftast þekktur undir viðurnefninu Jón hlaupari, er látinn. Jón lést þann 4.desember síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.

Jón fæddist árið 1926 og árið 1968 hlaut hann landsfrægð þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa löglegt maraþonhlaup. Alls tók hann þátt í 28 Reykjavíkurmaraþonum og hljóp alltaf heilt maraþon. Enginn hefur hlaupið fleiri heil maraþon í Reykjavíkurmaraþoni.

Síðasta hlaup Jóns var Víðavangshlaup ÍR sem fram fór fyrsta sumardag á þessu ári en þá var hann nýorðinn 90 ára gamall.

Útför Jóns fer fram 16. des­em­ber frá Höfðakap­ellu á Ak­ur­eyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó