Jón hlaupari er látinn

Blessuð sé minning Jóns hlaupara.

Blessuð sé minning Jóns hlaupara.

Jón Guðmundur Guðlaugsson, oftast þekktur undir viðurnefninu Jón hlaupari, er látinn. Jón lést þann 4.desember síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri.

Jón fæddist árið 1926 og árið 1968 hlaut hann landsfrægð þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa löglegt maraþonhlaup. Alls tók hann þátt í 28 Reykjavíkurmaraþonum og hljóp alltaf heilt maraþon. Enginn hefur hlaupið fleiri heil maraþon í Reykjavíkurmaraþoni.

Síðasta hlaup Jóns var Víðavangshlaup ÍR sem fram fór fyrsta sumardag á þessu ári en þá var hann nýorðinn 90 ára gamall.

Útför Jóns fer fram 16. des­em­ber frá Höfðakap­ellu á Ak­ur­eyri.

UMMÆLI

Sambíó