Prenthaus

Jón Már afhenti Karli lyklana að húsum MA

Jón Már afhenti Karli lyklana að húsum MA

Fyrsti vinnudagur nýs skólameistara Menntaskólans á Akureyri, Karls Frímannssonar, er í dag. Jón Már Héðinsson fráfarandi skólameistari afhenti honum lyklana að húsum skólans í sama leðurveskinu og hann fékk úr hendi forvera síns, Tryggva Gíslasonar.

Karl segist spenntur að hefja störf og það sé tilhlökkun að takast á við ný verkefni og kynnast skólanum, nemendum og starfsfólki.

Sjá einnig: Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri

Jón Már tók við starfi skólameistara í Menntaskólanum á Akureyri árið 2003 af Tryggva Gíslasyni. Þar áður hafði hann starfað sem kennari við skólann frá árinu 1980. Sex árum fyrir það útskrifaðist hann sjálfur sem stúdent úr skólanum, árið 1974.

UMMÆLI

Sambíó