Jónatan áfram með KA/Þór

Mynd af ka.is

Jónatan Magnússon skrifaði í dag undir nýjan samning um að þjálfa meistaraflokk KA/Þór í handbolta næstu tvö ár. Jónatan þjálfaði liðið síðstliðin vetur með góðum árangri. Liðið endaði í öðru sæti fyrstu deildar og fór alla leið í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en tapaði þar gegn Selfossi.

Jónatan var valinn þjálfari ársins í fyrstu deildinni á lokahófi HSÍ á dögunum. Miklar vonir eru bundnir við Jónatan innan herbúða KA/Þór. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu í handbolta bæði sem leikmaður og þjálfari. Jónatan er einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta.

 

Sambíó

UMMÆLI