Múlaberg

Jónatan þjálfar KA/Þór áfram

Jónatan skrifar undir. Mynd: KA

Jónatan Magnússon hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jónatan hefur  stýrt liðinu undanfarin tvö ár og náð góðum árangri.

Á hans fyrsta tímabili fór liðið í umspil um sæti í efstu deild. Jónatan stýrði svo KA/Þór upp í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið fór einnig í undanúrslit í Coca Cola bikarnum.

Liðið tapaði ekki leik í Grill 66 deildinni og tapaði naumlega gegn Haukum í unandúrslitaviðureigninni. Í tilkynningu frá liðinu segir: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið enda býr Jonni yfir gríðarlegri reynslu og var árangurinn í ár algjörlega frábær.“

Jónatan er einnig yfirþjálfari hjá yngri flokkum KA í handbolta.

UMMÆLI

Sambíó