Jónína Björt og Ívar Helga stýra brekkusöng á Sparitónleikum Einnar með öllu

Jónína Björt og Ívar Helga stýra brekkusöng á Sparitónleikum Einnar með öllu

Bæjarhátíðin Ein Með Öllu verður haldin á Akureyri um Verslunarmannahelgina, 29. júlí til 1. ágúst. Undanfarin ár hafa verið haldnir Sparitónleikar á flötinni fyrir framan Leikhúsið á Akureyri og á því verður engin breyting í ár. Þau Jónína Björt og Ívar Helgi munu stýra brekkusöng á tónleikunum í ár.

„Það er gaman að koma saman og syngja hástöfum í fjöldasöng og þá sérstaklega um verslunarmannahelgina. Jónína Björt ásamt Ívari Helga  ætla að sjá til þess að það verði alvöru stemning á leikhúsflötinni á sunnudeginum á sparitónleikunum, þau munu sjá um brekkusöng  og taka þessi helstu lög sem við Íslendingar þekkjum. Þetta verður gaman,“ segir í tilkynningu á einmedollu.is.

Á Sparitónleikunum verða einnig listamenn á borð við Pál Óskar, Aron Can og Séra Bjössa.


UMMÆLI

Sambíó