NTC netdagar

Jórunn Eydís ráðin skólastjóri Krógabóls

Jórunn Eydís ráðin skólastjóri Krógabóls

Jórunn Eydís Jóhannesdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra leikskólans Krógabóls á Akureyri. Jórunn hefur starfað sem stjórnandi í Krógabóli síðastliðin 28 ár, fyrst sem deildarstjóri og síðar sem aðstoðarskólastjóri. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í dag.

Jórunn tekur formlega við starfi skólastjóra 1. júní næstkomandi, en hún hefur gegnt starfinu um nokkurt skeið. Jórunni er óskað áframhaldandi velfarnaðar í starfi skólastjóra á vef bæjarins. Anna Ragna Árnadóttir lætur af störfum og á vef bæjarins er henni þakkað fyrir vel unnin störf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó