Prenthaus

Jovan Kukobat valinn leikmaður 2. umferðar í Olís deildinni

Jovan Kukobat valinn leikmaður 2. umferðar í Olís deildinni

Jovan Kukobat átti frábæran leik fyrir KA menn þegar þeir sigruðu Hauka í Olís deild karla í handbolta um helgina.

Jovan var valinn leikmaður 2. umferðar í deildinni af Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport fyrir frammistöðu sína. Hann varði 21 skot af þeim 43 sem hann fékk á sig.

„Hann var algjörlega geggjaður á móti Haukunum,“ sagði Tómas Þór þáttastjórnandi Seinni Bylgjunnar.

Áki Egilsnes var þá valinn í lið umferðarinnar líkt og Jovan og Stefán Árnason þjálfari KA var valinn þjálfari umferðarinnar. Stefán hefur verið þjálfari umferðarinnar í fyrstu tveimur umferðunum hjá Seinni Bylgjunni.

UMMÆLI

Sambíó