Prenthaus

Jovan Kukobat verður með KA

Jovan Kukobat spilaði með Akureyri á sínum tíma. Mynd: ka.is/Þórir Tryggva

Markvörðurinn Jovan Kukobat sem lék með Akureyri tímabilin 2012-13 og 2013-14 hefur gert eins árs samning við KA menn og mun leika með liðinu í 1. deildinni í handbolta næsta vetur. Jovan er frá Serbíu en hann hefur spilað handbolta þar og í Ísrael frá því hann yfirgaf Akureyri 2014.

Jovan er mikils metinn í handboltanum á Akureyri og þótti standa sig mjög vel þegar hann spilaði hér síðast. Hann var valinn varnarmaður tímabilsins 2013-2014 en þann vetur var hann sjö sinnum valinn maður leiksins yfir tímabilið. Jovan sem er á 30. aldursári segist spenntur fyrir því að koma aftur og taka slaginn með KA mönnum í samtali við ka.is.

Sjá einnig:

Fyrsta handboltaæfing hjá KA

UMMÆLI