KA aftur á sigurbraut eftir fyrsta leik sumarsins á GreifavellinumDaníel Hafsteinsson skoraði glæsilegt mark. Mynd: ka.is

KA aftur á sigurbraut eftir fyrsta leik sumarsins á Greifavellinum

KA menn tóku á móti HK í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær. Þetta var fyrsti heimaleikur KA manna í sumar sem var spilaðu á Greifavellinum á Akureyri en hingað til hafa KA leikið heimaleiki sína á Dalvík.

Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson skoruðu fyrir KA í gær í 2-0 sigri í blíðunni á Akureyri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.

KA menn sitja nú í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar, 3 stigum á eftir Víkingum í öðru sæti.

UMMÆLI