KÁ-AKÁ og Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag – Myndband

KÁ-AKÁ og Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag – Myndband

Norðlenski rapparinn KÁ-AKÁ sem hefur verið að gera allt vitlaust undanfarin misseri var rétt í þessu að senda frá sér nýtt lag og myndband. Verkið er að sjálfsögðu frumflutt á Kaffið.is.

Lagið heitir Draugar og með KÁ-AKÁ eru félagarnir í Úlf Úlf. Helgi Sæmundur produceraði lagið og Arnar Freyr sér um að rappa ásamt ásamt KÁ-AKÁ.

Laginu fylgir einkar glæsilegt myndband sem tekið er upp á Akureyri en það var Kristján Kristjánsson sem sá um gerð myndbandsins ásamt Axel Þórhallssyni sem aðstoðaði við myndatöku.

Ég og Arnar vorum staddir í partýi hjá Loga Pedro og vorum í hrókasamræðum um lífið og tilveruna þegar ég ákvað að spyrja hann hvort hann hefði áhuga á að gera lag með mér. Arnar var ekki lengi að hugsa sig um og innan fárra vikna var ég mættur suður til að taka upp,” segir Halldór aðspurður um hvernig hugmyndin að laginu kviknaði.

Myndbandið var unnið hérna á Akureyri þegar ég, Úlfurinn, Gauti og sxsxsx vorum að spila á Októberfest. Þessi hópur virkar þannig að það eru allir til í hjálpa öllum og þeirra skot voru tekin fyrir utan Djáknann og út um allan bæ.”

KÁ-AKÁ mun koma fram á Iceland Airwaves um helgina og spila á fjölmörgum stöðum, við hvetjum lesendur að sjálfsögðu til að kynna sér dagskrána hjá kappanum.

Sjá einnig

„Að vera rappari á Akureyri er hark“

UMMÆLI

Sambíó