NTC netdagar

KA burstaði Keflavík og komið í 8-liða úrslit

KA í 8-liða úrslit

KA er komið í 8-liða úrslit Lengjubikars karla í fótbolta eftir afar öruggan sigur á Keflavík á KA-velli í dag.

Steinþór Freyr Þorsteinsson kom KA tveim mörkum yfir snemma leiks en þurfti svo að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir rúmlega hálftíma leik.

Enski varnarmaðurinn Callum Williams skoraði þriðja mark KA skömmu fyrir leikhlé. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur KA staðreynd.

KA 3 – 0 Keflavík
1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (‘2 )
2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (’14 )
3-0 Callum Williams (’45 )

UMMÆLI