
Ólafur Aron (til vinstri) setti tvö í kvöld.
Pepsi-deildarlið KA mætti 3.deildarliði KF í æfingaleik í Boganum í kvöld en KA goðsögnin Slobodan Milisic tók við liði KF fyrr í vetur.
Skemmst er frá því að segja að KA-menn áttu ekki í miklum vandræðum með Fjallabyggðarliðið en lokatölur urðu 5-0 fyrir KA þar sem tveir af nýju sóknarmönnum liðsins, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Kristófer Páll Viðarsson, voru á skotskónum.
Þá skoraði miðjumaðurinn sparkvissi, Ólafur Aron Pétursson, einnig tvö mörk.
KA 5-0 KF
Markaskorarar KA: Ólafur Aron Pétursson 2, Kristófer Páll Viðarsson 2, Steinþór Freyr Þorsteinsson 1.
UMMÆLI