KA er Íslandsmeistari í blaki karla árið 2023

KA er Íslandsmeistari í blaki karla árið 2023

KA menn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki í gær með 3-1 sigri á liði Hamars. Sigurinn í gær þýðir að KA vann úrslitaeinvígið samanlagt 3-1.

Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitill karlaliðs KA í blaki og sá fyrsti síðan árið 2019.

„Hamar voru ríkjandi Íslandsmeistarar en titillinn í kvöld er sá fyrsti sem lið Hamars missir af frá því að liðið kom af krafti inn á Íslandsmótið fyrir þremur árum. Afrekið er því ansi magnað hjá strákunum og var stemningin í KA-Heimilinu algjörlega frábær,“ segir á vef KA.

UMMÆLI