KA fær ÍR í heimsókn í Borgunarbikarnum

Lærisveinar Túfa fá ÍR í heimsókn í Borgunarbikarnum

KA-menn hafa farið frábærlega af stað í Pepsi deild karla og sitja í toppsæti deildarinnar ásamt Stjörnuni og Val eftir 3 umferðir. Liðið er með sjö stig og hefur spilamennska þeirra heillað fótboltaáhugamenn um allt land.

KA leikur sinn fyrsta leik í Borgunarbikarnum þegar ÍR-ingar mæta til Akureyrar klukkan 18:00 í dag. Leikurinn er liður í 32-liða úrslitum keppninnar. KA menn hvetja fólk til að mæta á völlinn og styðja við bakið á liðinu.  „Bikarinn er allt önnur keppni en Pepsi deildin og mjög mikilvægt að við fjölmennum á KA-Völl og styðjum strákana áfram í næstu umferð, áfram KA!“ segir í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó