KA fær Kristófer Pál að láni

Sóknarmaðurinn ungi, Kristófer Páll Viðarsson, hefur verið lánaður til KA frá Pepsi-deildarliði Víkings í Reykjavík.large_kristofer

Þó hinn 19 ára gamli Kristófer sé í eigu Víkings R. hefur hann leikið allan sinn feril með uppeldisfélaginu, Leikni Fáskrúðsfirði. Kristófer á 69 leiki að baki fyrir Fáskrúðsfirðinga í neðri deildum og hefur skorað 30 mörk.

Kristófer vakti athygli í lokaumferð Inkasso-deildarinnar þegar hann skoraði fjögur mörk og tryggði Fáskrúðsfirðingum áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni á dramatískan hátt.

KA-menn unnu Inkasso-deildina með þónokkrum yfirburðum og munu því leika meðal þeirra bestu næsta sumar.

Það er óhætt að segja að KA-menn séu farnir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum en í gær keypti liðið Ásgeir Sigurgeirsson frá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk.

UMMÆLI

Sambíó