KA heimsækir toppliðið í dag

KA menn eiga erfiðan útileik fyrir höndum í 8.umferð Pepsi deildarinnar í dag þegar liðið heimsækir topplið Vals á Hlíðarenda. Fyrir leikinn er KA með 12 stig í 4. sæti deildarinnar 4 stigum á eftir Val á toppnum.

Alls hafa liðin mæst 34 sinnum í deild og bikar og hefur KA unnið 6 leiki, 8 sinnum hafa liðin gert jafntefli og Valsarar hafa unnið 20. Í þessum leikjum hefur KA skorað 37 mörk gegn 79.

KA menn gerðu svekkjandi jafntefli við ÍA á Akureyrarvelli í síðustu umferð þar sem dómari leiksins Þóroddur Hjaltalín dæmdi af mark Alexander Trninic þegar hann taldi að Callum Williams hefði brotið á Ingvari Kale markmanni ÍA. Ingvar sagði sjálfur í viðtali við Fótbolti.net eftir leik að dómurinn hefði verið rangur.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KA TV hefur útbúið myndbandsupphitun fyrir leikinn sem má sjá hér að neðan.


UMMÆLI

Sambíó