Prenthaus

KA lána Þórsurum Jóhann Einarsson

KA lána Þórsurum Jóhann Einarsson

Handboltamaðurinn Jóhann Einarsson mun spila fyrir lið Þórsara í Grill66 deild karla í handbolta í vetur. Hann kemur til liðsins á láni frá KA út keppnistímabilið 2021-2022.

„Jói er gríðarlega öflugur leikmaður og spilar ýmist sem vinstri skytta eða leikstjórnandi. Við hlökkum til þess að kynnast kappanum betur og efumst ekki um að Jói eigi eftir að reynast okkur vel. Meðfylgjandi mynd var tekin í dag á fyrstu æfingu Jóa hjá okkur. Enn og aftur velkominn Jói,“ segir í tilkynningu frá Þór.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó