KA mætir ÍA í dag

KA menn fá ÍA frá Akranesi á heimsókn á Akureyrarvöll í dag í 7. umferð Pepsi deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15. KA menn eru í 4. sæti deildarinnar með 11 stig aðeins 2 stigum á eftir Val, Stjörnunni og Grindavík sem deila efsta sætinu. ÍA sitja í næstneðsta sæti með 3 stig.

KA menn áttu góða heimsókn í Ólafsvík í síðustu umferð og unnu Víkinga frá Ólafsvík sannfærandi 4-1. Emil Lyng skoraði þrennu og Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði 1 mark.

Boðið verður upp á grillaða hamborgara fyrir leikinn en þetta er fyrsti leikur KA í sumar sem verður ekki sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

KA TV bjó til glæsilegt upphitunarmyndband fyrir leikinn sem má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI