KA mætir Íslandsmeisturum FH á Akureyrarvelli

KA-menn mæta FH í dag

KA og FH eigast við á Akureyrarvelli í dag í Pepsi deild karla í fótbolta. Leikurinn átti upphaflega að fara fram 30. júlí en var frestað vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.

KA menn fá því ekki frí frá fótbolta yfir Verslunarmannahelgina líkt og hefur tíðkast hjá íslenskum knattspyrnuliðum í gegnum árin en KA leikur þétt í kringum verslunarmannahelgina því þeir heimsækja Fjölnismenn í Grafarvoginn þriðjudaginn 8.ágúst.

Þetta er lokaleikur 13. umferðar deildarinnar. Fyrir leikinn eru KA menn með 15 stig í 8. sæti en með sigri fer liðið upp fyrir Breiðablik og Víking R. í 6. sætið. FH-ingar eru í 4. sæti deildarinnar með 20 stig og geta með sigri náð öðru sætinu.

Liðin mættust í 2. umferð deildarinnar í maí og gerðu þá jafntefli 2-2. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði þá leikinn fyrir KA menn á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Akureyrarvelli.

Sambíó

UMMÆLI