KA mætir KR á Akureyrarvelli

KA menn fá KR í heimsókn á Akureyrarvöll í 9.umferð Pepsi deildar karla í dag. KR-ingar hafa ekki byrjað tímabilið vel og sitja í 9. sæti deildarinnar með 8 stig. KA menn hafa hinsvegar byrjað tímabilið vel þrátt fyrir að hafa aðeins slakað á í síðustu leikjum, Liðið hefur verið óheppið í síðustu tveimur leikjum gegn Val og ÍA og aðeins fengið eitt stig úr þeim viðureignum. Liðið situr nú í 4. sæti með 12 stig.

KA tapaði fyrir toppliði Vals á útivelli í síðustu umferð 1-0. Á sama tíma gerði KR 1-1 jafntefli við Breiðablik. KA menn geta með sigri komist upp fyrir Stjörnuna í 3. sæti deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 á Akureyrarvelli. Upphitun hjá Schiöthurum, stuðningsmannasveit KA, hefst klukkan 15:00 í Schiötharaskemmunni á Akureyrarvelli. Boðið verður upp á grillaða hamborgara frá 16:00.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó