KA með góðan sigur á Breiðablik

Elfar Árni Aðalsteinsson er góður í fótbolta. Mynd: ka.is

KA menn sigruðu Breiðablik í æfingaleik í Fífunni í Kópavogi í gær. Húsvíkingarnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Bergmann sáu um að skora mörk KA manna í 3-1 sigri.

Elfar Árni sem spilaði áður fyrir Breiðablik skoraði tvö mörk gegn sínum gömlu félögum áður en Hallgrímur gerði út um leikinn.

Flottur sigur hjá KA mönnum sem hefja leik í Lengjubikarnum um næstu helgi þegar þeir mæta Víkingi R.

Sambíó

UMMÆLI