KA menn fá leikmann frá Færeyjum

Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Frá þessu var greint á heimasíðu KA fyrr í dag. Leikmaðurinn heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996. Áki gengur til liðs við KA frá handknattleiksliðinu VÍF frá Færeyjum.

Sem fyrr segir spilar Áki í skyttustöðunni en hann er 187 cm á hæð. Áki er í U21-árs landsliði Færeyja og mun taka þátt í heimsmeistarakeppni U21 árs landsliða nú í sumar. Áki á einni að baki nokkra A-landsliðs leiki.

Áki mun hefja æfingar með KA í ágúst þegar hann kemur til liðsins.

 

UMMÆLI