Gæludýr.is

KA-menn komnir á blað í Lengjubikarnum

Ásgeir sá um Gróttu.

KA-menn nældu í sín fyrstu stig í Lengjubikarnum í ár þegar þeir mættu Gróttu í Akraneshöllinni í gær. Lokatölur 2-1 fyrir KA.

Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir strax á níundu mínútu eftir undirbúning Áka Sölvasonar. Ásgeir var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom KA í 2-0.

Pétur Steinn Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir Gróttu á 56.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og sigur KA staðreynd.

KA endaði leikinn með tíu menn inn á vellinum þar sem serbneski miðjumaðurinn Aleksandar Trninic fékk að líta beint rautt spjald skömmu fyrir leikslok fyrir að veitast harkalega að leikmanni Gróttu.

Grótta 1-2 KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson (‘9)
0-2 Ásgeir Sigurgeirsson (’47)
1-2 Pétur Steinn Þorsteinsson (’56)
Rautt spjald: Aleksandar Trninic (’87)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó