KA og Akureyri berjast um toppsætið í Grill 66 deildinni

Úr viðureign Akureyri og KA fyrr í vetur

Úrslitin ráðast í Grill 66 deild karla í handbolta á morgun. KA og Akureyri eiga bæði möguleika á að sigra deildina en Akureyri er með 2 stiga forskot á nágranna sína fyrir lokaumferðina.

Akureyri Handboltafélag fær HK í heimsókn í lokaumferð Grill 66-deildarinnar í handbolta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 19:30 en húsið opnar klukkutíma fyrr þar sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykk. Frítt er á leikinn.

Um er að ræða mikilvægasta leik tímabilsins en með sigri eða jafntefli mun Akureyri tryggja sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

KA menn mæta Val U á sama tíma og þurfa á sigri að halda til þess að ná toppsætinu. KA menn þurfa einnig að treysta á að HK nái sigri gegn Akureyri. HK-ingar eru í 3. sæti deildarinnar og því er von á hörkuleik í Íþróttahöllinni á Akureyri. KA sigraði HK í síðustu umferð 23-22.

UMMÆLI

Sambíó