KA og Akureyri eiga útileiki í dag

KA menn sigruðu ÍBV U í fyrstu umferð

Önnur umferð Grill66 deildarinnar í handbolta fer af stað í dag. Akureyri og KA spila bæði leiki á útivelli. KA menn mæta liði Mílunnar á Selfossi á meðan Akureyri ferðast til Vestmannaeyja og spilar við ÍBV U.

Báðum liðunum er spáð toppbaráttu í vetur og þau byrjuðu bæði á sigri í fyrstu umferðinni. KA menn sigruðu ÍBV U í ótrúlegum leik í KA heimilinu 30-29 á meðan Akureyringar sigruðu Val U í Íþróttahöllinni.

Leikur KA og Selfoss hest klukkan 20:00 verður sýndur í beinni útsendingu á Selfoss TV en hægt er að horfa á hann með því að smella hér. Leikur Akureyrar og ÍBV U hefst klukkan 18:30 í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig:

Sjáðu ótrúlegar lokasekúndur úr leik KA og ÍBV U

 

UMMÆLI

Sambíó