NTC netdagar

KA og Íslandsbanki í samstarf

Eiríkur og Jón Birgir við undirskrift samningsins. Mynd: ka.is

Jón Birgir Guðmundsson útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri  og Eiríkur Jóhannsson formaður knattspyrnudeildar KA skrifuðu í vikunni undir þriggja ára samstarfsamning milli Íslandsbanka og KA. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Þar segir að knattspyrnudeildin sé þakklát fyrir stuðninginn frá Íslandsbanka á það öfluga starf sem er þar við lýði. Samningurinn muni styrkja stoðir knattspyrnudeildarinnar.

Sjá einnig: KA þrisvar í beinni í maímánuði

KA menn eru um þessar mundir í fullum undirbúningi fyrir þáttöku í Pepsi deild karla sem fer af stað 30.apríl næstkomandi. Fyrsti leikur KA manna verður 1. maí gegn Breiðablik.

 

UMMÆLI

Sambíó