KA og Þór með stórsigra

Mynd: Sævar Sig.

Akureyrarliðin Þór og KA spiluðu bæði æfingaleiki í knattspyrnu um helgina. KA menn mættu Völsungi og Þórsarar tóku á móti Dalvík/Reyni. Báðir leikirnir fóru fram í Boganum á Akureyri.

KA menn sigruðu öruggan 7-1 sigur á Völsungi frá Húsavík en það voru Húsvíkingar sem skoruðu 6 af mörkum KA í leiknum. Sæþór Olgeirsson sem gekk til liðs við KA frá Völsung gerði tvö mörk líkt og þeir Ásgeir Sigurgeirsson og Steinþór Freyr. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eitt mark.

Þórsarar unnu Dalvíkinga 5-0. Nýjasti leikmaður liðsins bandaríski framherjinn Anthony Powell gerði 2 mörk í leiknum. Jónas Björgvin Sigurbergsson, Guðni Sigþórsson og Jakob Snær skoruðu einnig.

 

UMMÆLI

Sambíó