Prenthaus

KA og Þór/KA töpuðu en Þór vann

Þrjú stig af níu mögulegum til Akureyrarliðanna.

Það var nóg um að vera í Boganum í gær þar sem þrjú af knattspyrnuliðum Akureyrar öttu kappi í Lengjubikarnum.

KA tapaði naumlega í Pepsi-deildarslag þegar liðið mætti Víking úr Reykjavík. Viktor Örlygur Andrason gerði eina mark leiksins á tíundu mínútu leiksins en KA lék án Ásgeirs Sigurgeirssonar, Hallgríms Steingrímssonar og Steinþórs Freys Þorsteinssonar svo einhverjir séu nefndir.

Kvennalið Þórs/KA beið lægri hlut fyrir Val í hörkuleik en slæmur kafli Þórs/KA í lok fyrri hálfleiks gerði vonir liðsins um að fá eitthvað út úr leiknum að engu þar sem Valskonur nýttu sér þennan vonda kafla heimakvenna til að skora þrjú mörk.

Í síðasta leik dagsins mættust Inkasso-deildarlið Þórs og HK og var leikurinn jafn og spennandi. Þórsarar höfðu að lokum 2-1 sigur og var það Ármann Pétur Ævarsson sem tryggði sigur Þórs með marki af vítapunktinum skömmu fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar

KA 0 – 1 Víkingur R.
0-1 Viktor Örlygur Andrason (’10)

Þór/KA 0 – 3 Valur
0-1 Elín Metta Jensen (´34)
0-2 Vesna Elísa Smiljkovic (´37)
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (´38)

Þór 2 – 1 HK
1-0 Jóhann Helgi Hannesson (’13)
1-1 Ágúst Freyr Hallsson (’47)
2-1 Ármann Pétur Ævarsson, víti (’86)

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó