KA sigraði baráttuna um Akureyri

thorogka

KA menn unnu sannfærandi sigur á erkifjendunum í Þór

Í dag fór fram lokaumferðin í Inkasso-deildinni í fótbolta. KA menn sem höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni heimsóttu nágranna sína í Þór. Oft hefur verið meira undir í leikjum þessara liða en Þórsarar gátu komist í 3. sæti með sigri.

Sigur KA manna var hinsvegar aldrei í hættu eftir að Almarr Ormarsson kom þeim yfir á 4. mínútu, Juraj Grizelj jók forrystuna í tvö mörk á 11. mínútu og Bjarki Þór Viðarsson gulltryggði svo sigurinn á 86. mínútu. KA menn enda því með 51 stig eftir sumarið, 9 stigum fyrir ofan Grindavík sem sitja í 2. sæti deildarinnar. Þórsarar enda í 4. sæti með 33 stig.

KA menn hafa haft talsverða yfirburði yfir Þórsurum undanfarið en þeir unnu báða leiki þessara liða í sumar líkt og síðasta sumar. Halldór Sigurðsson fráfarandi þjálfari Þórs kveður því liðið án þess að ná sigri gegn erkifjendunum.

Spennandi verður að fylgjast með KA mönnum í Pepsi- deildinni á næsta ári en þeir voru yfirburðarlið í Inkasso deildinni í sumar.

Sambíó

UMMÆLI