KA sigraði Íslandsmeistarana

KA menn sigruðu Íslandsmeistara FH með tveimur mörkum gegn einu í Akraneshöllinni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA mönnum yfir með marki á 16. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Elfari Árna Aðalssteinssyni. FH-ingar jöfnuðu svo metin í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Steven Lennon. Það var svo Ólafur Aron Pétursson sem tryggði KA mönnum sigurinn á 80. mínútu með afar glæsilegu marki. Nokkur hiti var í leiknum en Grétar Snær Gunnarsson var sendur af velli á 90. mínutu með sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir að hafa komið inn á sem skiptimaður á 81. mínútu. Þeir Davíð Þór Viðarsson og Kassim Doumbia úr FH og Callum Williams og Steinþór Freyr Þorsteinsson úr KA fengu allir gul spjöl í leiknum.

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði fyrra mark KA

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó