KA tapaði á Hlíðarenda

KA situr í 4.sæti Pepsi-deildarinnar

KA heimsótti Val á Hlíðarenda í 8.umferð Pepsi deildarinnar í dag. Fyrir leikinn voru KA menn í 4. sæti með 12 stig, 4 stigum á eftir Valsmönnum sem sátu á toppi deildarinnar með 16 stig.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir KA menn en strax á 2. mínútu varð Darko Bulatovic leikmaður KA fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Á 61. mínútu fékk Bjarni Ólafur Eiríksson bakvörður Vals að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. KA menn náðu ekki að nýta sér það en leiknum lauk með 1-0 sigri Valsmanna sem halda toppsætinu. KA eru áfram í 4.sætinu í bili.

UMMÆLI

Sambíó