KA tekur þátt í Evrópukeppni í fótbolta næsta sumarMynd: ka.is

KA tekur þátt í Evrópukeppni í fótbolta næsta sumar

Í gærkvöldi varð ljóst að KA mun taka þátt í Evrópukeppni í fótbolta næsta sumar. KA getur nú ekki endað neðar enn í þriðja sæti í Bestu deildinni og mun því taka þátt í Evrópukeppni í fótbolta í þriðja skipti í sögu félagsins.

Víkingur Reykjavík sigraði Val í gær og nú munar fjórtán stigum á KA og Val sem er í fjórða sæti deildarinnar. Efstu þrjú sætin í deildinni fá sæti í Evrópukeppni í ár þar sem Víkingar sigruðu Bikarkeppnina á dögunum.

Fjórar umferðir eru eftir af Bestu deildinni.

UMMÆLI