Gæludýr.is

KA/Þór í úrslit eftir ótrúlegan sigur

KA/Þór í úrslit eftir ótrúlegan sigur

KA/Þór tryggði sig í úrslitaleik Íslandsmótsins í handbolta eftir glæsilegan sigur á ÍBV í oddaleik í KA heimilinu í gær. KA/Þór vann leikinn 28-27 eftir framlengingu.

Það var frábær stemning í KA heimilinu í gær enda mikið undir og leikurinn stóð sannarlega undir væntingum. Bæði lið spiluðu frábærlega og áttu skilið að fara áfram. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 25-25.

Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði síðasta mark framlengingarinnar og tryggði KA/Þór 28-27 sigur. KA/Þór mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna miðvikudaginn 2. júní klukkan 18:00.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Ásdís Guðmundsdóttir 5/2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 17.

Sambíó

UMMÆLI