Listasafnið gjörningahátíð

KA/Þór knúði fram oddaleik með sigri í Vestmannaeyjum

KA/Þór knúði fram oddaleik með sigri í Vestmannaeyjum

KA/Þór vann ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og knúði fram oddaleik í einvíginu við ÍBV um sæti í úr­slita­leik Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik. KA/Þór vann leikinn 24:21.

ÍBV vann fyrsta leik­inn á Ak­ur­eyri og KA/Þór væru úr leik ef þær hefðu tapað í gær. Þær mættu hinsvegar öflugar til leiks og unnu glæsilegan sigur.

Á laugardaginn mætast liðin aftur í KA-heimilinu á Akureyri og liðið sem vinnur þann leik tryggir sér sæti í úrslitaleiknum.

UMMÆLI