Prenthaus

KA/Þór komnar í undanúrslit bikarsins

Frábært tímabil KA/Þór hélt áfram í gær þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Olís deildar lið Fjölnis örugglega af velli. Leikurinn endaði með stórsigri KA/Þór 35-24 fyrir framan fullt hús af Akureyringum í KA-heimilinu.

KA/Þór byrjuðu leikinn vel og náðu öruggu forskoti og héldu því út leikinn. Martha Hermannsdóttir var markahæst í leiknum með 15 mörk þar af 9 úr vítum. Katrín Vilhjálmsdóttir skoraði 5 mörk. Sunna Guðrún Pétursdóttir og Margrét Einarsdóttir vörðu samtals 10 skot í marki KA/Þór.

KA/Þór fer í undanúrslit bikarsins og mun liðið leika í Laugardagshöll 8-10 mars næstkomandi.

Mörk KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 15 (9 úr vítum), Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 4, Aldís Ásta Heimisdóttir 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Steinunn Guðjónsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Ásdís Sigurðardóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1 og Sunna Guðrún Pétursdóttir 1 mark.
Sunna Guðrún og Margrét Einarsdóttir stóðu í markinu og vörðu samtals 10 skot, þar af varði Sunna 1 vítakast.

KA/Þór hafa verið frábærar í vetur og eiga enn eftir að tapa leik í Grill 66 deildinni þar sem þær eru í öðru sæti með jafn mörg stig og topplið HK. KA/Þór eiga þó leik til góða og geta komist einar á toppinn með sigri í þeim leik.

Leikurinn gegn Fjölni var sýndur beint á KA TV og má sjá hann hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó