Færeyjar 2024

KA/Þór mæta meisturunum frá KósóvóMynd: KA.is/Egill Bjarni

KA/Þór mæta meisturunum frá Kósóvó

Íslandsmeistarar KA/Þór munu spila gegn liði KFH Istogu frá Kósóvó í fyrsta leik liðsins í Evrópukeppni. Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag.

KFH Istogu eru meistarar í heimalandinu og bikarmeistarar en liðið tapaði ekki leik allt síðasta tímabil. Istogu hefur undanfarin þrjú tímabil keppt í Evrópukeppni en í fyrra tapaði liðið með eins marks mun fyrir Victoria-Berestie í þriðju umferð keppninnar.

„Það er því ljóst að andstæðingur okkar er sterkur og verður spennandi að sjá hvar stelpurnar okkar standa þegar liðin mætast en áætlað er að fyrri viðureign liðanna fari fram í Kósóvó 16. eða 17. október og sá síðari í KA-Heimilinu þann 23. eða 24. október. Það gæti þó breyst og munum við tilkynna breytingar hér á síðunni ef af verða,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA, ka.is.

UMMÆLI