beint flug til Færeyja

KA/Þór upp að hlið HK á toppnum

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið frábær í vetur

KA/Þór eru komnar upp að hlið HK á topp Grill 66 deildarinnar í handbolta. KA/Þór á þá leik til góða og geta með sigri þar komist einar á toppinn.

Stelpurnar tóku á móti Fylki í KA heimilinu á Akureyri í gær. Leikurinn endaði með öruggum 32-18 sigri KA/Þór. Aldís Ásta Heimisdóttir og Stein­unn Guðjóns­dótt­ir gerðu sjö mörk hvor fyr­ir KA/Þ​ór.

KA/Þór og HK eru bæði með 19 stig á toppnum en eins og áður segir hafa HK leikið einum leik meira.

Sambíó

UMMÆLI