Færeyjar 2024

KA/Þór vann öflugan sigur á Val – Úrslit deildarinnar ráðast gegn Fram

KA/Þór vann öflugan sigur á Val – Úrslit deildarinnar ráðast gegn Fram

KA/Þór vann afskaplega sterkan og mikilvægan sigur gegn Valskonum í handbolta í Ka-heimilinu í dag. KA/Þór eru nú áfram jafnar Fram að stig­um í efstu sæt­um úr­vals­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik, Olís­deild­ar­inn­ar, eft­ir sigurinn.

Aldís Ásta Heimisdóttir var markahæst í liði KA/Þór í dag en hún skoraði sjö mörk. Þá átti Matea Lonac stórleik í markinu. Hún varði tólf skot og var með 40% markvörslu.

KA/Þór eru með 20 stig í efsta sæt­i deild­ar­inn­ar ásamt Fram en liðin mæt­ast í hrein­um úr­slita­leik um Deildarmeistaratitilinn í lokaum­ferðinni.

Stelpurnar eru auk þess nú öruggar með sæti í undanúrslitum í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó