beint flug til Færeyja

KA/Þór vann stórsigur á ÍBV í mikilvægum leikMynd: KA.is/Þórir Tryggva

KA/Þór vann stórsigur á ÍBV í mikilvægum leik

Handboltalið KA/Þór vann mikilvægan og stórglæsilegan sigur þegar liðið tók á móti ÍBV í Olísdeildinni í KA heimilinu í gær.

Rakel Sara Elvarsdóttir og Rut Jónsdóttir voru frábærar fyrir KA/Þór en Rakel var markahæst með 11 mörk og Rut skoraði 10 mörk í leiknum sem KA/Þór vann 34-24.

Eftir leikinn er KA/Þór með 25 stig í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er einu stigi á eftir Val í öðru sætinu og tveimur stigum á eftir toppliði Fram.

Sambíó

UMMÆLI