KA þremur stigum frá toppnum eftir glæsilegan sigur í GarðabæMynd: Egill Bjarni/KA.is

KA þremur stigum frá toppnum eftir glæsilegan sigur í Garðabæ

Frábært fótboltasumar KA manna hélt áfram í gær þegar liðið vann sterkan 4-2 sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Garðabæ í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Nökkvi Þeyr Þórisson sem hefur verið ótrúlegur í sumar skoraði þrjú mörk og lagði upp annað. Nökkvi er nú markahæstur allra leikmanna í deildinni með 16 mörk.

KA menn eru eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar með 36 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Víkingur í þriðja sætinu er nú 5 stigum á eftir KA. KA hefur þó leikið fleiri leiki en þessi lið. Tveimur leikjum fleiri en Víkingur og einum fleiri en Breiðablik.

KA menn eru því komnir í bullandi toppbaráttu og eru einnig í baráttu um bikarmeistaratitilinn en þar mætir liðið FH í undanúrslitum 1. september næstkomandi.

UMMÆLI

Sambíó