NTC netdagar

KA þrisvar í beinni í maímánuði

KA þrisvar í beinni í maímánuði

Stöð 2 Sport hefur gefið út hvaða leikir verða sýndir í beinni útsendingu í fyrstu sex umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fer af stað 30. apríl næstkomandi.

Akureyri á fulltrúa í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta skipti í tvö ár eða síðan Þórsarar féllu úr Pepsi-deildinni 2014. Nú eru það KA-menn sem halda uppi heiðri Akureyringa á meðal þeirra bestu eftir að hafa unnið Inkasso-deildina á síðasta ári.

Þrír af fyrstu sex leikjum KA verða sýndir beint og þar á meðal fyrsti leikur liðsins sem er gegn Breiðabliki í Kópavogi.

Fyrsta beina útsendingin frá Akureyri verður þann 27.maí þegar Víkingur R. kemur í heimsókn á Akureyrarvöllinn.

Sjónvarpsleikir KA í maí

01. maí kl. 16.45 Breiðablik – KA
21.maí kl. 19.45 Stjarnan – KA
27.maí kl. 15.45 KA – Víkingur

Smelltu hér til að sjá frétt Vísis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó