KA tókst að knýja fram oddaleik

KA-menn eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitlinum

KA-menn gerðu sér lítið fyrir og skelltu deildarmeisturum Stjörnunnar í KA-heimilinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Úrslitin þýða að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Stjörnunnar sem ræður því hvort liðið fer í úrslit um Íslandsmeistaratitil.

KA-menn mættu ákveðnir til leiks og unnu fyrstu hrinu 25-20. Stjarnan tók aðra hrinu 17-25 en KA kom sér í 2-1 með öruggum 25-15 sigri í þriðju hrinu. Garðbæingar voru ekki á því að gefast upp og unnu fjórðu hrinu 20-25 sem þýddi að oddahrinu þurfti til að skera úr um sigurvegara

Í oddahrinu reyndust heimamenn sterkari en oddahrinan fór 15-13 fyrir KA sem fögnuðu ákaft.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó